Árgangamót Hauka í körfubolta 2024

4.900 kr.7.500 kr.

SKU: N/A Vöruflokkar: ,

Lýsing

Við erum dottnir í 13 árið sem við höldum árgangamót körfuknattleiksdeildar Hauka sem verður alltaf stærra og stærra. Í fyrra slógum við öll met í fjölda hvort sem var í bolta eða mat og viljum gera enn betur í ár.

Við breyttum aðeins um gír í fyrra sem mældist vel fyrir og munum halda því áfram. Breytingin er sú að nú spilum við mótið í þremur deildum:
Young blood – ’93-’84
Pro – ’83-’76
Senior generation – ’75 og fyrr.

Eftir mótið er matur og verðlaunaafhending í veislusal Hauka á Ásvöllum. Maturinn verður ekki af verri endanum og mun Steini reiða fram í ár rækju- og hörpuskelstaco með chilli mauki, naut og benna með bakaðri kartöflu og rótargræmeti,  og skúffuköku og mjólkurglasi í restina.

Smalið í lið og mætið ferskir hvort sem er í mót og mat eða bara í matinn. Árgangamótsnefndin hefur staðið í ströngu til að sníða mótið að öllum þeim sem ást hafa á körfuknattleik sem og þeim sem búnir eru með brjósklosaðgerðir og hnjáliðaskipti.

Þetta er því kjörið tækifæri til að hitta gamla liðsfélaga hvort sem það er inn á vellinum eða yfir mat og drykk.

 

Aðrar upplýsingar og skilaboð

Tegund

Matur og mót, Matur, Mót