Haukar í Horni er stuðnings- og styrktarfélag Hauka og bæði einstaklingar og fyrirtæki geta verið virkir meðlimir. Þetta er virkilega sterkur félagsskapur og er ómetanlegur í rekstri meistaraflokka félagsins. Hér sameinumst við öll undir einum hatti og gerum Hauka að félagi okkar allra.

Það eru ýmis fríðindi sem fylgja því að vera meðlimur en fyrst og fremst náttúrulega ánægjan af því að vera virkur meðlimur og félagi í Haukum.

Haukar í horni – Gullfélagi

  • Ársmiði á alla deildarleiki Hauka í meistaraflokki karla og kvenna (fótbolti, handbolti og körfubolti). Gildir ekki á bikarleiki, evrópuleiki og oddaleiki í úrslitakeppni
  • Merkt sæti í stúkunni eða skófar á gólfi
  • Aðgangur að VIP herbergi á leikdag hjá öllum deildum
  • Léttar veitingar á leikdag i VIP herbergi
  • Reglulegur tölvupóstur með stórum og smáum fréttum um meistaraflokkana og starfið

Verð: 3.550 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári. Hjón: 5.900 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári

Haukar í horni – Silfurfélagi

  • Ársmiði á alla deildarleiki Hauka í meistaraflokkikarla og kvenna(fótbolti, handbolti og körfubolti). Gildir ekki á bikarleiki, evrópuleiki og oddaleiki í úrslitakeppni
  • Aðgangur að VIP herbergi á leikdag hjá öllum deildum
  • Léttar veitingar á leikdag i VIP herbergi
  • Reglulegur tölvupóstur með stórum og smáum fréttum um meistaraflokkana og starfið

Verð 2.750 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári. Hjón: 4.400 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári