Kæri Haukamaður

Nú styttist í lokasprettinn í Dominos deildum karla og kvenna í körfubolta. Við viljum þakka fyrir stuðninginn í vetur og vonumst til að sjá sem flesta á Ásvöllum í mars en þá eru 5 leikir á dagskrá hjá meistaraflokkum karla og kvenna.

Kvennaliðið er þessa dagana að sýna það og sanna að þar er á ferðinni alvörulið, þær hafa unnið þrjá síðustu leiki og eru staðráðnar í að halda áfram á þeirri braut í mars mánuði.

Karlaliðið er í hörku baráttu um að komast inn í úrslitakeppnina en þar viljum við alltaf vera með liðin okkar og þegar þangað er komið getur allt gerst. Strákarnir eru núna eftir áramót búnir að vinna þrjú af toppliðum deildarinnar í hörkuleikjum.

Leikir liðanna á Ásvöllum í mars eru þessir:

Dominos deild karla
Haukar – Grindavík 7. mars kl. 19:15
Haukar – Stjarnan 14. mars kl. 19:15

Dominos deild kvenna
Haukar – Breiðablik 9. mars kl. 16:30
Haukar – Stjarnan 20. mars kl. 19:15
Haukar – Skallagrímur 26. mars kl. 19:15

Til að styrkja stoðir körfuknattleiksdeildarinnar höfum við ákveðið að senda valgreiðsluseðil að fjárhæð 2.500 kr. í heimabanka okkar dyggu stuðningsmanna.
Við viljum taka það fram að um er að ræða valgreiðslu en það er von okkar að Haukafólk sjái sér fært að leggja okkur lið með því að greiða seðlana.

Þeir sem ekki fá valgreiðslu í heimabanka eða vilja styrkja okkur um aðra fjárhæð en valgreiðslan hljóðar upp á geta gert það hér. Margt smátt gerir eitt stórt :)

Með baráttukveðju,
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka

 

Valgreiðsla
1.500 ISK
Valgreiðsla
2.500 ISK
Valgreiðsla
5.000 ISK
Körfuknattleiksdeild Hauka  -  Ásvellir 1